<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4015198\x26blogName\x3dF%C3%A9lag+%C3%8Dslenskra+L%C3%A6knanema+%C3%AD+Ungverjal...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://debrecen.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://debrecen.blogspot.com/\x26vt\x3d-4253054521560660683', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 

Tuesday, September 04, 2007

Sparnaður hjá Vodafone


Ég ákvað að kíkja aðeins til þeirra á Vodafone og kanna hvort það væri ekki möguleiki á að finna betri áskriftarleið því maður er að eyða fleiri þúsundum á mánuði í gemsann hérna úti. Ég komst að því að þegar maður fær sér Vitamax kort hjá þeim þá ferðu sjálfkrafa í Vitamax Uno sem er langdýrasti kosturinn.


Það er hins vegar til önnur leið: Vitamax Joker Plusz. Sú leið hefur þann ókost að hafa fast mánaðargjald upp á 480 ft en þegar litið er á heildarpakkann þá er það ekki lengi að borga sig eins og sjá má á dæminu hér fyrir neðan.


Að skipta milli áskriftaleiða er leikur einn, þú sendir bara kóða með sms á 1270 og þá skiptirðu um pakka. Fyrst fékk ég svar frá þeim um að það muni taka innan við 5 virka daga að skipta um og að síminn verði óvirkur þangað til. Tveimur mínútum síðar fékk ég svo annað sms þar sem mér var óskað til hamingju með skiptinn og þá var allt klárt. Það er svo hægt að skipta um áskriftaleiðir einu sinni á hverri hleðslu þannig að þegar þú ferð heim til Íslands skiptirðu einfaldlega aftur yfir í Vitamax Uno og þá þarftu ekki að borga mánaðargjald. Báðar leiðirnar virka eins og Frelsi þannig að það er ekkert sem breytist, þú bara fyllir á eins og áður.


Dæmi:

Ég hringi sjálfur um 240 mínútur á mánuði og þar af eru um 180 mínútur innan kerfis hjá Vodafone. Ég hugsa að helmingurinn sé um helgar og eftir kl 22:00 en hinn helmingurinn á virkum dögum.


Vitamax Uno, kóði: TV UV
Alla daga fast gjald: 39 ft á mínútu (jafnt innan kerfis sem utan).
Sms: 24 ft.
Mánaðargjald: 0 ft.

Heildarkostnaður: 9.360 ft á mánuði.
// 240 mínútur * 39 ft


Vitamax Joker Plusz, kóði: TV JPV
Breytilegt verð.
Innan kerfis: 9 - 25 ft á virkum dögum og 9 ft um helgar.
Utan kerfis: 18 – 35 ft á virkum dögum og 18 ft um helgar.
Sms: 18 ft.
Mánaðargjald: 480 ft.

Heildarkostnaður: 4.530 ft á mánuði.
// 90 mínútur á virkum dögum innan kerfis, meðalverð ca. 20 ft => 1800 ft.
90 mínútur um helgar innan kerfis, verð 9 ft => 810 ft.
30 mínútur á virkum dögum utan kerfis, meðalverð ca. 30 ft => 900 ft.
30 mínútur um helgar utan kerfis, verð 18 ft => 540 ft.
Mánaðargjald: 480 ft.


Það fer ekki á milli mála að Vitamax Joker Plusz er mun ódýrari og til þess að munurinn nái ekki að borga upp mánaðargjaldið þá þarftu að nota gemsann alveg afskaplega lítið. Verð á mínútu í Joker Plusz er á milli 9 ft til 35 ft þannig að það er aldrei dýrara en Vitamax Uno.


Þannig að nú er bara um að gera og senda sms: “TV JPV” á 1270 og byrja að spara :)


Bestu kveðjur,
Helgi Davíð

   

Vefstjóri